Um okkur
Hótel Svartiskógur var stofnað 24.ágúst 1996. Það er lítið og fallegt sveitahótel staðsett 30 km norður frá Egilsstöðum, eftir þjóðvegi 917. Hótelið er starfrækt á sumrin frá 1.júní-1.sept. Hótelið er staðsett í fallegu og skógi vöxnu landi.
Góður áningastaður fyrir einstaklinga og hópa sem hrífast af íslenskri náttúru, friðsælli sveit og íslensku dýralífi t.d. fuglum. 30 km er í næsta bæjarkjarna Egilsstaði þar er hægt að finna sundlaug og golfvöll. Norræna er 58 km frá hótelinu á Seyðisfirði. Hótelið er staðsett vel miðsvæðis til skoðunarferða um Fljótsdalshérað, Borgafjörð Eystri, Seyðisfjörð, Vopnafjörð, Fjarðabyggð o.s.frv.
Gestgjafar eru Helga Jónsdóttir og Benedikt Hrafnkelsson